Afsláttakort golfarans. Golfkortið er fyrir þig !

  • Afsláttur allt að 50% af vallargjaldi á miklum fjölda golfvalla um land allt.
  • Borgar sig strax upp.
  • Ódýrari skemmtun fyrir þig með Golfkortinu.
  • Fáðu þér kort strax.

Golfvöllurinn Þingeyri

Meðaldalsvöllur í Dýrafirði er, mjög fjölbreytilegur völlur með miklum hæðarmismun. Mjög veðursælt er seinnipart dags og er heillandi til þess að vita að ein albesta golfbraut Íslands skuli finnast hjá einum fámennasta golfklúbbi landsins.

Skoða nánar...

Golfvöllurinn Vík í Mýrdal

Völlurinn liggur fast að tjaldstæði Mýrdælinga í göngufæri frá þorpinu, girtur hamrabelti með útsýni til Hjörleifshöfða til austurs með sjóinn, Reynisdranga og Reynisfjall í suðri. Sex af níu brautum vallarins eru byggðir í sandbrekku undir Vikurhömrum, ofan gamla þjóðvegarins austur frá Vík sem sker völlin eftir endilöngu. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Hornafirði

Vallarstæði Silfurnesvallar er ótrúlegt frá náttúrunnar hendi, stórkostlegir skriðjöklarnir blasa við og kraftur hafsins er áþreifanlegur þegar staðið er á teig, t.d. 3 holunni þar sem slá þarf yfir sjóinn langleiðina yfir á flöt. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Eskifirði

Völlurinn liggur í hæðóttu landslagi og er erfiður á fótinn. Töluverðar framkvæmdir hafa verið á svæðinu, sem gera hann mjög skemmtilegan til spilunar. Skoða nánar...

Verð

Golfvöllurinn Seyðisfirði

Hagavöllur á Seyðisfirði er 9 holu golfvöllur, 18 holurnar, par 70, 4.786 m. á lengd og er hannaður af Hannesi Þorsteinssyni. Hagavöllur liggur undir bröttum hlíðum Bjólfsins í fallegu umhverfi þar sem Fjarðaráin, fjöllinn, fjörðurinn og bærinn blasir við. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Ásbyrgi

Ásbyrgisvöllur er 9 holur, par 66 golfvöllur 4.470 metrar, hann er frekar flatur og léttur á fótinn og hentar öllum kylfingum, hann er í einu stórkostlegast umhverfi sem hægt er að hugsa sér fyrir golfvöll eða nánast í sjálfu Ásbyrgi. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Grenivík

Hvammsvöllur er 9 holu völlur sem nær yfir stórt svæði. Brautir vallarins eru fjölbreyttar og er hægt að ná góðu skori með nákvæmri spilamennsku en að sama skapi getur völlurinn refsað illilega ef svo ber undir. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Mývatni

Krossdalsvöllur er 9 holu völlur í fallegu umhverfi í Krossadal þar sem völlurinn fellur skemmtilega inn í landslagið. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Þverá

Golfvöllurinn á þverá er einstaklega skemmtilegur 9 holu , par 3 völlur er var opnaður 2001 og er gaman frá því að segja að hann er yfirleitt einn af fyrstu völlunum sem er opnaður ár hvert. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Siglufirði

Hólsvöllur dregur nafn sitt af gömlu kúabúi, sem rekið var á þeim slóðum sem völlurinn stendur á. Völlurinn liggur umhverfis knatspyrnuvelli Siglufjarðar og hefur klúbburin félagsaðstöðu í íþróttamiðstöð bæjarins. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Hellishólum

Á Hellishólum er glæsilegur 18 holu golfvöllur sem árnar Þverá og Grjótá renna í gegnum. Þverárvöllur er krefjandi og skemmtilegur, umkringdur glæsilegri náttúru. Einnig er lítill skemmtilegur par 3 völlur sem hentar vel byrjendum og þeim sem vilja æfa stutta spilið. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Ísafirði

Tungudalsvöllur er 9 holur og stendur í mjög fögru umhverfi í Tungudal, sem er útivistarparadís Ísfirðinga. Aðalvöllurinn er fremur stuttur en mjög krefjandi 9 holu völlur í fjölbreyttu landslagi og krefst nákvæmni í höggum á flatir. Annar 6 holu völlur er handan Tunguár, sem hentar mjög vel byrjendum. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Patreksfirði

Völlurinn er sérstakur að því leyti að allar brautir liggja annað hvort að eða frá skálanum og hægt er að fylgjast með öllum brautum úr skálanum.Töluvert landslag er á vellinum og hann refsar þeim sem eru mjög villtir í spilinu. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Ólafsvík

Fróðárvöllur er 9 holu völlur sem liggur á flatlendi við ósa Fróðár sem rennur í Breyðafjörð. Völlurinn hefur því ekki mikið landslag, en bætt er fyrir það með snyrtilegum frágangi. Fyrsta holan er 253 metra löng, par 4 og hafa högglangir menn því möguleika á að slá alla leið á flöt í teighöggi. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Görðum

Garðavöllur undir Jökli er á sunnanverðu Snæfellsnesi, umfaðmaður stórbrotinni náttúru. Völlurinn er 9 holu "Links" golfvöllur en undirlag hans er uppgróinn foksandur af ströndinni og öll upplifun verður mjög "Skosk". Skoða nánar...

Golfvöllurinn Reykholti

Reykholtsdalsvöllur er 9 holu völlur sem hannaður var af Hannesi Þorsteinssyni golfvallararkitekt. Einnig er rúmgott æfingasvæði við golfskálann sem var reistur árið 2007 og tekur allt að 60 manns í sæti. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Oddur/Ljúflingur

Í gegnum árin hefur Ljúflingur verið fastur punktur í spilamennsku margra golfara. Hann hefur um langt skeið verið álitinn einn skemmtilegasti æfingavöllur landsins, mátulega léttur fyrir byrjendur eða lengra komna sem vilja taka léttan hring án þess að vera í rúma fjóra tíma að spila. Völlurinn er 9 holu, par 3 völlur, staðsettur í miðju Urriðavallar með sér aðkomu og bílastæðum. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Sandgerði

Golfklúbbur Sandgerðis var stofnaður 24. apríl 1986 og verður því 30 ára árið 2016. Það eru miklar fornminjar á vellinum og til dæmis er kirkjugarður þar sem 7. flöt er og hafa komið fram mannvistarleifar í fjörukambinum. Kirkjubólsvöllur er 18 holu strandvöllur með stórum og góðum flötum. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Blönduósi

Rétt fyrir utan Blönduós er Vatnahverfisföllur Golfklúbbsins Ós. Vötnin í nágrenni vallarins setja nokkuð sterkan svip á umhverfi vallarins. Kylfingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að tapa boltum ofan í þau þar sem þau liggja ekki þétt við brautir, fyrir utan aðra holu vallarins sem er par 3. 1986 var byrjað að stækka völlinn í núverandi mynd eftir teikningum frá Hannesi Þorsteinssyni. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Ólafsfirði

Golfklúbbur Ólafsfjarðar rekur 9 holu golfvöll í mynni Skeggjabrekkudals með stórglæsilegu útsýni frábæru útsýni yfir Ólafsfjarðarvatn, bæinn og mynni Eyjafjarðar. Völlurinn er í senn bæði krefjandi og stórskemmtilegur. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Fnjóskadal

Lundsvöllur er einn af nýrri golfvöllum landsins en hann var vígður síðsumars 2009. Völlurinn stendur við suðurjaðar Vaglaskógar í um hálftíma akstursfjarlægð frá Akureyri. Lundsvöllur er skemmtilegur 9 holu golfvöllur í fallegu umhverfi Fnjóskadals. Skoða nánar...

Golfvöllurinn Selfossi

Golfklúbbur Selfoss rekur skemmtilegan 9 holu golfvöll á Selfossi. Ölfusá kemur talsvert við sögu á Svarfhólsvelli, því nokkrar brautir liggja meðfram ánni. Á fjörðu braut þarf að slá yfir ánna. Völlurinn er flatur að mestum hluta og því þægilegur á fótinn. Skoða nánar...

012345678910111213141516171819202122